Hækkun meðlags til einstæðra foreldra

30. fundur
Þriðjudaginn 13. október 1992, kl. 14:01:32 (1277)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Það er hlutverk sýslumanna að úrskurða meðlagsgreiðslur. Lágmarksúrskurður eða lágmarksfjárhæð meðlagsgreiðslna má aldrei verða lægri en nemur barnalífeyri á hverjum tíma. Hins vegar getur sýslumaður úrskurðað hærri meðlagsbætur. Það getur heilbrigðisráðherra ekki gert. Slíkt er ekki í hans höndum heldur á valdi sýslumanna.