Tilsjónarmenn

32. fundur
Fimmtudaginn 15. október 1992, kl. 10:42:12 (1343)

     Fyrirspyrjandi (Kristín Ástgeirsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Hinn 23. jan. sl. samþykkti Alþingi lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum fyrir árið 1992 eftir langar og harðar umræður hér í þinginu. Eitt þeirra ákvæða sem þar var að finna fjallaði um svokallaða tilsjónarmenn sem senda skyldi út til að halda stjórnendum opinberra stofnana við efnið og sjá til þess að þeir héldu sig innan ramma fjárlaga. Þetta var mikið þjóðþrifamál að mati ríkisstjórnarinnar og liður í krossferð hennar gegn ríkishallanum. Frá því að lögin voru samþykkt hefur lítið heyrst frá þessum sérsveitum fjmrn. og því löngu tímabært að fá af þeim fréttir. Því spyr ég hæstv. fjmrh.:
    1. Hversu margir tilsjónarmenn hafa verið skipaðir frá því að lög um þá voru samþykkt 23. jan. sl.?
    2. Hvaða stofnanir hafa fengið senda tilsjónarmenn?