Takmörkun og eftirlit með rjúpnaveiði

40. fundur
Þriðjudaginn 27. október 1992, kl. 13:59:48 (1557)

     Guðni Ágústsson :
    Hæstv. forseti. Þegar ég ræði um rjúpuna á hv. Alþingi, þá fer hæstv. umhvrh. að ræða um óbreyttan æðarfugl. En ég vil samt sem áður þakka honum fyrir þær spurningar sem hann hefur lagt fyrir stofnanir sem heyra undir hans ráðuneyti. En ég held að það væri full ástæða til þess að hann tryggði það að fjármagni verði varið til rannsókna á rjúpnastofninum við þessar aðstæður. Einhver hópur veiðimanna sem fer með glannalegum hætti um veiðilendurnar eins ég rakti hér verður að stöðva, mikilvægt er að sýslumönnum landsins verði sérstaklega gert viðvart um að framfylgja lögum. Því að þetta er auðvitað mjög alvarlegt ástand eins og menn sjá í blöðum fréttir af og á auðvitað við um fleiri tegundir fugla. Við munum eftir harmleiknum vestur í Dölum í sumar.

    Ég hvet umhvrh. til þess að heita því hér að skoða þessi mál frekar en hann hefur gert.