Meðferð áfengissjúkra

40. fundur
Þriðjudaginn 27. október 1992, kl. 14:07:19 (1563)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég ítreka að á vegum heilbrrn. hafa verið kannaðar aðstæður allra þeirra sem fengið hafa styrk af opinberu fé til þessarar meðferðar og heilbrrn. taldi ekki ástæðu til þess að hætta við stuðning við neinn þeirra. Ef hv. þm. er að ræða um hvítasunnumenn sem hafa náð miklum árangri í sínum störfum vil ég upplýsa að þeir hafa stuðning bæði af lækni sem þeir vinna með og félagsfræðingi.
    En ég ítreka það að svona dylgjur þar sem fólk getur ekki nefnt eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings um starfsemi þessara félagasamtaka og trúarhópa sem vinna mjög gott starf hver á sínu sviði, svona ástæðulausar dylgjur eiga ekki erindi í umræðu um þessi mál.