Málþing um Sögu kristni á Íslandi í þúsund ár

41. fundur
Miðvikudaginn 28. október 1992, kl. 13:37:57 (1604)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti áttar sig ekki almennilega á því hvað hv. þm. er að fara með því að beina þessari fyrirspurn til forseta. Eins og kom fram í máli hv. 14. þm. Reykv. hefur forseti verið beðinn um að flytja ávarp við upphaf þessa málþings og mun að sjálfsögðu verða við því. Forseta var tjáð að forseti borgarstjórnar mundi flytja þarna ávarp til þess að bjóða fundarmenn velkomna þar sem málþingið er að þessu sinni haldið í boði staðarhaldara í Viðey. Forseti hefur í sjálfu sér ekkert við það að athuga. Þetta er samkomulag milli ritstjórnar og Viðeyjarstofu og staðarhaldara í Viðey að halda þetta málþing á þessum sögufræga stað. Sýnist forseta að það megi líta á það sem mikla gestrisni af þeim aðilum að bjóða ritstjórninni um þetta merka rit sem verið er að vinna að að halda málþingið þarna. Ekki getur forseti sett það neitt fyrir sig þó að hennar ávarp verði flutt eftir að forseti borgarstjórnar hefur boðið menn velkomna sem gestgjafi á staðnum.