Kaup á björgunarþyrlu

45. fundur
Þriðjudaginn 03. nóvember 1992, kl. 15:38:15 (1787)


     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ekki ætla ég að fara að standa upp til málsvarnar fyrir krata og ætla því ekki að leggja dóm beint á þeirra þátt í þessu máli, en hv. síðasti ræðumaður taldi að þar lægi kannski ein höfuðmeinsemd þess að málið er ekki komið lengra. Ég held hins vegar að meinsemdin liggi innan Sjálfstfl. Ég held að meinsemdin liggi í því að formaður Sjálfstfl. geti ekki hugsað sér að styðja mál sem hv. 1. flm. þessa máls flytur og berst fyrir.
    Það er illa komið með svo alvarlegt mál og hér er flutt að svo sé komið. Mér þykir miður að hv. síðasti ræðumaður skildi reyna að drepa þessu á dreif með því að færa þetta yfir á heybrækur í Alþfl. Ég ætla ekkert að sverja fyrir að þær séu ekki til þar en ég hygg samt, hv. 5. þm. Vestf., að þarna liggi hundurinn grafinn í þessu máli.