Reiðvegaáætlun

47. fundur
Fimmtudaginn 05. nóvember 1992, kl. 11:06:22 (1896)

     Elín R. Líndal :
    Virðulegi forseti. Ég ætla aðeins að leggja áherslu á nauðsyn þess að þessi reiðvegaáætlun komi sem fyrst, bæði að gengið verði frá henni og að hún verði framkvæmd. Það er víða ófremdarástand bæði í byggð og óbyggð fyrir hestamenn og eins og ástandið er þar sem búið er að girða meðfram þjóðvegum þá er í sumum tilfellum í raun verið að girða hestamenn á leið sinni inn á þjóðvegina. Eins og allir vita þá er umferðarhraði víða mjög mikill þannig að þarna liggur mikil hætta bæði fyrir hestamenn og aðra. Ég vil bara leggja áherslu á að það er brýnt að tekið verði myndarlega á í þessum málum.