Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

48. fundur
Fimmtudaginn 05. nóvember 1992, kl. 15:39:51 (1927)

     Forseti (Pálmi Jónsson) :
    Þrír hv. alþm. hafa óskað eftir því að veita andsvar við ræðu hæstv. utanrrh. Nú mega andsvör eigi standa lengur en 15 mínútur og verður beitt þeim tímamörkum að í fyrri umferð sé heimilað að tala fullan tíma, eða tvær mínútur, en í seinni umferð eina mínútu. Til máls tekur hv. 8. þm. Reykn.