Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

48. fundur
Fimmtudaginn 05. nóvember 1992, kl. 17:30:27 (1952)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Samkvæmt þingsköpum ber forseta að víta ræðumann strax ef hann hefur sagt eitthvað sagt sem ekki stenst að megi segja hér í þingsölum. Í annan stað, ég gat ekkert um það hversu mikið hæstv. utanrrh. drykki. Ég sagði ekki eitt einasta orð um það hvort það væru tvær, þrjár flöskur á ári eða hvort það væri meira eða minna. Ég sagði aðeins ,,þyngja drykkjuna``. Það er dálítið annað og hæstv. utanrrh. metur það sjálfur að hann hafi staðið mjög tæpt ef það er vonlaust að hann geti þyngt drykkjuna nema vera drykkjusjúklingur. Ég skil ekki svona röksemdafærslu, mér finnst hún út í hött.