Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

48. fundur
Fimmtudaginn 05. nóvember 1992, kl. 17:43:56 (1960)

     Kristín Einarsdóttir :
    Virðulegur forseti. Flestir eru sammála því að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði sé eitt stærsta mál sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir frá stofnun lýðveldisins. Það er því sjálfsögð krafa ASÍ, BRSB, Neytendasamtakanna, bændasamtakanna og fjölmargra annarra að leggja málið í dóm þjóðarinnar. Rúmlega 34.000 kjósendur hafa skrifað undir kröfuna um þjóðaratkvæði. Stjórnarmeirihlutinn virðist ekki þora að leggja samninginn um EES undir dóm þjóðarinnar. Þeir virðast ekki sannfærðir um ágæti hans. Það er sjálfsögð lýðræðiskrafa að þjóðin sé spurð álits um EES-samninginn, að þjóðin sé spurð álits í þessu stóra og afdrifaríka máli. Ég segi já.