Rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis

49. fundur
Mánudaginn 09. nóvember 1992, kl. 14:14:48 (1968)

     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég get tekið undir margt af því sem hv. þm. Anna Ólafsdóttir Björnsson sagði

í ræðu sinni áðan. En ég hnaut um eitt. Ég hnaut um að hún gerði því skóna að aðild okkar að EES, sem í vændum er, mundi í rauninni auka atvinnuleysi hér á landi. Ég get ekki séð þau rök sem hníga að þessu. Ég bendi á það að flest samtök í helstu atvinnugreinum okkar, t.d. samtök í sjávarútvegi og í iðnaði, hafa lýst yfir blessun sinni og velþóknun á EES. Þau gera það vegna þess að þau telja að þetta treysti fyrirtækin í greininni. Þar með er verið að þeirri dómi að treysta atvinnustig í greininni og þar með hlýtur það að skjóta traustari stoðum undir atvinnu í landinu. Hvernig samrýmist það skoðun hv. þm. að aukið atvinnuleysi fylgi í kjölfar EES?
    Mig langar líka að spyrja hv. þm. hvernig þessi skoðun hennar samrýmist því að Landssamband ísl. iðnaðarmanna og nú nýlega Iðnnemasambandið hafa lýst fylgi sínu við EES.