Rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis

49. fundur
Mánudaginn 09. nóvember 1992, kl. 15:13:01 (1987)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Alþfl. hefur boðað þá stefnu í stjórn fiskveiða að taka upp veiðileyfagjald og greindi skilmerkilega frá þeirri stefnu í kosningastefnuskrá sinni sem ber nafnið ,,Ísland í A-flokk``. Þar er viðurkennt að veiðileyfagjald sé kostnaður sem mundi leggjast á útgerðina og greint frá því úrræði Alþfl. að til að bæta útgerðinni þann kostnað verði gengið fellt á móti til að vigta út hækkunina sem kemur af veiðileyfagjaldinu. Nú segir hæstv. utanrrh. um gengisfellingu að hún sé óráð, fortíðarvandi og gangi gegn stöðugleikanum. Ég vil spyrja hæstv. utanrrh.: Er veiðileyfagjaldið þá óráð, fortíðarúrræði og gengur gegn stöðugleikanum?
    Það verður ekki annað skilið af máli hans en að Alþfl. hafi fallið frá stefnu sinni um að koma á veiðileyfagjaldi um næstu áramót í ljósi þess að þeir sem vilja halda því fram séu að biðja um gengisfellingu og séu þar af leiðandi heilagsandahopparar.