Hvalveiðar

52. fundur
Fimmtudaginn 12. nóvember 1992, kl. 11:18:21 (2148)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir það að hafa komið með þessa fsp. og ég vænti þess að við stefnum að því að hefja hvalveiðar að nýju. Ég tel að það verði að vera samræmi á milli þeirra tegunda sem við viljum nýta úr auðlindum hafsins og það gildi líka í sambandi við hvalveiðar og selveiðar vegna þess að það þýðir ekki að friða einhliða eina tegund heldur verður að nýta það allt með samræmi fyrir augum þrátt fyrir umhverfisverndarsjónarmið.