Staða loðdýrabænda

52. fundur
Fimmtudaginn 12. nóvember 1992, kl. 13:06:03 (2198)

     Guðni Ágústsson :
    Hæstv. forseti. Hver var að gera lítið úr þeim tillögum sem hér liggja frammi? ( Gripið fram í: Þú varst að því.) Ég tel þær að vísu mjög óljósar. Það er yfirleitt sagt: Lagt er til. En ég vil vekja athygli á því, sem menn þekkja kannski ekki, að Stofnlánadeildin hefur í þrjú ár verið með öll loðdýralán

án vaxta og án afborgana í frysti, sem sé fellt niður á þessa grein 150 millj. á hverju einasta ári. Og hún er tilbúin að gera það áfram í þau tvö ár í viðbót sem hún hefur heimild, en fyrst og fremst leggur stjórn deildarinnar áherslu á að farið verði í raunhæfar aðgerðir.
    Á öllum blöðum hjá ráðherranum er ,,lagt til``. Hann talar aðallega um Stofnlánadeildina en það er ekki einu sinni ljóst hvort ríkisábyrgðasjóðslánin fara út af veðunum.
    Ég vildi fá svar við því og ég hef vakið athygli á því atriði. ( Forseti: Nú þykir forseta að hv. þm. sé kominn út í efnislega umræðu.) Já, ég er að ljúka. Ég hef vakið athygli á því og ég geri lítið úr því að taka ákvörðun um það í dag að fella niður jöfnunargjaldið á fóðri því mér sýnist miðað við stöðu og verðið að það þýði að búgreinin líði undir lok og við töpum þessari verkþekkingu. Fóðurstöðvarnar fara á hausinn og bændurnir fara á hausinn líka, hæstv. forseti.