Hópuppsagnir

58. fundur
Fimmtudaginn 19. nóvember 1992, kl. 13:08:41 (2435)


     Guðni Ágústsson (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég sé ástæðu til að vekja athygli á að stjórnarliðar fylgja illa sínum málum. Hér eru örfáir heiðursmenn úr þeirra hópi mættir til þingstarfa eftir hádegi á fimmtudegi. Ráðherrabekkurinn til vinstri er ekki setinn og tveir ráðherrar eru á hægri hönd.
    Það er auðvitað spurning sem ég velti fyrir mér hvort stjórnarliðar séu hættir á þingi. Hvort einhverjir hafi tilkynnt uppsögn starfa sinna hér í morgunsárið. ( Gripið fram í: Að vera eða vera ekki.) ( Forseti: Að gefnu tilefni vill forseti upplýsa hv. þm. um að samkvæmt töflu eru 19 stjórnarliðar í húsinu og 13 frá stjórnarandstöðu. Það gefur væntanlega skýringu og svar við athugasemd hv. þm.)