Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 21:48:52 (2603)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Gjarnan hér á árum fyrr þegar menn voru að bæta hag sjávarútvegsins vegna erfiðs ástands felldu menn gengið. Slík aðgerð er ekki varanleg. Hún getur hjálpað til í svip. Þegar aðstöðugjöldin eru felld niður, þegar stofnaður er sjóður af þessu tagi sem á að gerbreyta starfsumhverfi sjávarútvegsins, þá er um varanlegar aðgerðir að ræða.
    Ég hef áður sagt að þeim fjármunum sem þróunarsjóðnum verða lagðir til til þessara verkefna er honum ætlað að bera uppi af því aflafé sem hann fær frá sjávarútveginum. Það er ekki flóknara mál en það.