Tilkynning frá ríkisstjórninni

60. fundur
Þriðjudaginn 24. nóvember 1992, kl. 23:30:01 (2619)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þjóðin sér í gegnum orð af því tagi sem hv. þm. lét út úr sér síðast. Ráðstafanirnar eru til þess gerðar að stemma stigu við vaxandi atvinnuleysi og það munu þær gera. En það væri blekkingarleikur, sem ég veit og vona að hv. þm. mundi ekki stunda væri hann ráðherra, að segja að slíkar ráðstafanir eða nokkrar ráðstafanir geti í einni svipan stöðvað slíka þróun. En það er ekki vafi í mínum huga að þegar fram í sækir, og það skiptir mestu, að þá verði varanlega dregið úr því atvinnuleysi sem fer vaxandi og atvinnuleysisvofunni verði bægt hér á burt. Ég vona að við séum allir af heillyndi sammála um að það sé mikilvægara en karp í þingsölunum.