Tilkynning um utandagskrárumræðu

68. fundur
Miðvikudaginn 02. desember 1992, kl. 13:39:01 (2854)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti tilkynna að hér mun fara fram utandagskrárumræða að beiðni hv. 18. þm. Reykv. Hún hefst klukkan 3.30 og stendur í hálftíma og er um kjaradeilu sjúkraliða.
    Þá vill forseti jafnframt láta þess getið að fyrirhugaður er kvöldfundur og mun hann hefjast klukkan 9 í kvöld. Það er ekki gert ráð fyrir fundi milli 6 og 7 eins og stundum er. Á kvöldfundinum er gert ráð fyrir að taka fyrir 9. dagskrármálið.