Kjaradeila sjúkraliða

68. fundur
Miðvikudaginn 02. desember 1992, kl. 15:28:25 (2880)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Eins og tilkynnt hafði verið hefst nú utandagskrárumræða. Hún fer fram skv. fyrri mgr. 50. gr. þingskapalaga. Það þýðir að frummælandi og hæstv. ráðherra hafa fimm mínútur hvor í fyrri umferð og tvær mínútur hvor í þeirri síðari. Aðrir hæstv. ráðherrar og hv. þm. hafa hver tvær mínútur tvisvar sinnum ef tími vinnst til, en umræðan má standa í hálftíma. Umræðan fer fram að beiðni hv. 18. þm. Reykv. Hefst nú umræðan og tekur hv. 18. þm. Reykv. til máls.