Öryggi raforkudreifingar um landið

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 11:02:32 (2915)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegur forseti. Hæstv. iðnrh. heldur því fram eftir sem áður að einkavæðing eða það að stofna hlutafélag um þessar almenningsveitur, sem eiga að þjóna öllu landinu, sé lausnin. Ég vísa algerlega á bug svona röksemdum. Þetta er ein af þeim frumþörfum sem ríkisapparatinu, ef við getum orðað það svo, er skylt að sjá öllum landsmönnum fyrir með þokkalegu öryggi og á sæmilegu, sambærilegu verði. Það lýsir því sjónarmiði ráðherrans að einkavæðing muni leysa allan vanda. Þetta er svo fráleitt sjónarmið að það tekur í raun og veru engu tali að það skuli vera það sem fyrst kemur fram sem lausn á þessu máli.