Stjórnarskipunarlög

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 13:48:52 (2927)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Mér er ekki ljóst hvers vegna ekki er hægt að takast á um það í beinni atkvæðagreiðslu hvort samþykkja beri eða fella þetta frv. Ég veit að ríkisstjórnin hefur við margan vanda að etja og er störfum hlaðin. Ég vil ekki verða til að auka hennar vanda með því að bæta þessu við í pappírsbunkann. Ég efa að þar muni fara fram sú umræða sem verði til að bæta samkomulagið ef þeir taka þetta upp. Ég sé ekki tilgang með því að vísa þessu til ríkisstjórnarinnar og segi því nei.