Samkeppnislög

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 15:11:51 (2955)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti reynir að fara eftir þeim reglum sem ber að fara eftir. Ef forseti hefur verið búinn að lýsa atkvæðagreiðslu og samt lýst hana ógilda og endurtekið atkvæðagreiðsluna, þá skal forseti athuga það mál, en forseti hefur tilhneigingu til þess að reyna að fara að óskum hv. þm. ef þeim verður á í atkvæðagreiðslu og vilja koma á framfæri leiðréttingu. En forseti mun taka þessa ábendingu hv. þm. til athugunar.