Samningar við EB um fiskveiðimál

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 17:55:46 (2968)

     Halldór Ásgrímsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég þarf ekki heila mínútu. Ég vil endurtaka það að ég tel að þegar er talað um jafngildi í þessu sambandi þá eigi að meta þjóðhagslegt gildi. Ég tel það ekki rétt hjá hæstv. sjútvrh. að það eigi að líta til lengri tíma því hér er verið að tala um veiðiheimildir til eins árs. En ég vildi að gefnu tilefni spyrja hæstv. ráðherra um það hvort hann sé sammála hæstv. utanrrh., þ.e. fréttatilkynningu hans við

mat hans á samningsniðurstöðunni því að hæstv. sjútvrh. sagði að hæstv. utanrrh. væri honum mun fremri í að meta slíkar niðurstöður, enda hefur hann gert það mjög oft, hvort hann meti það svo eins og hæstv. utanrrh. að hér sé um 20% meiri verðmæti til okkar að ræða en til Evrópubandalagsins. Ég tel það fráleitt að gefa út slíka fréttatilkynningu og þessi fréttatilkynning veikir okkar stöðu til lengri tíma litið.