Samningar við EB um fiskveiðimál

69. fundur
Fimmtudaginn 03. desember 1992, kl. 23:54:32 (3012)

     Forseti (Pálmi Jónsson) :
    Hv. 2. þm. Vestf. hefur gert tillögu um breytingar á drögum að dagskrá fyrir næsta fund. Tillaga hans felur í sér þá einu breytingu að við bætist eitt mál, frv. til laga um breytingu á jarðalögum.
    Nú vill svo til að hv. þm. er ekki flm. þessa máls, þetta er stjfrv. en eigi að síður vill forseti taka við þessari tillögu með þeim hætti að taka það mjög til athugunar hvort eigi verði breytingar á dagskrá næsta fundar. Verði málið þá eigi tekið fyrir, þá verði leitast við að tryggja að það verði tekið fyrir á næsta fundi.
    Ég tel að með þessu sé komið til móts við hv. þm. og mun ræða það við aðalforseta þingsins hvort eigi verði unnt að verða við þeirri ósk hans að þetta mál megi koma á dagskrá næsta fundar.