Vegáætlun 1992

72. fundur
Mánudaginn 07. desember 1992, kl. 13:47:55 (3092)

     Guðrún Helgadóttir:
    Hæstv. forseti. Þegar sú tilskipun kom frá ríkisstjórninni að veita 1.800 millj. kr. í þessu skyni sem aukafjárveitingu til vegalagninga og annarra framkvæmda þá mótmælti ég þeim vinnuaðferðum sem voru hafðar í frammi, ekki síst þar sem farið var að auglýsa útboð til verkefna sem hvorki höfðu verið rædd í fjárln. né heldur milli einstakra þingmanna kjördæmanna. Eins og menn rekur kannski minni til skrifaði ég af því tilefni Ríkisendurskoðun og bað um álit þess embættis á þessum vinnuaðferðum. Þær voru að sjálfsögðu, nákvæmlega eins og ég hafði búist við, fordæmdar harðlega og talið með öllu óeðlilegt að þannig væri farið að. Með tilliti til þessa og til þess að slíkt komi aldrei fyrir aftur hef ég ákveðið að sitja hjá í atkvæðagreiðslunni.