Skattamál

73. fundur
Þriðjudaginn 08. desember 1992, kl. 19:58:02 (3166)


     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. 1,5% skattahækkun er ekki tímabundin. Hún er ekki bundin við árið 1993 eingöngu, hún er almenn þannig að hún mun gilda árið 1994 og síðar, að öllu öðru óbreyttu.
    Það kom líka fram, virðulegi forseti, þegar þessar efnahagsráðstafanir voru kynntar að þær bættu stöðu ríkissjóðs um 2 milljarða kr. Það stangst á við það se hæstv. fjmrh. segir nú. Samkvæmt þeim tölum sem ég hef tekið saman og ætla ekki að halda fram að séu fullkomnar enda forsendur ekki allar ljósar, þá batnar staða ríkissjóðs um 4--5,5 milljarða kr.