Fjárlög 1993

78. fundur
Fimmtudaginn 10. desember 1992, kl. 16:50:00 (3284)

     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vakti athygli á því í minni ræðu að nú þegar hafa komið fram brtt. frá stjórnarandstöðunni sem mér telst til að nemi um 1,5 milljörðum. Í nál. minni hluta fjárln. kemur fram, eins og ég sagði í minni ræðu, ein samfelld gagnrýni á einstaka þætti. Gagnrýnin er fyrst og fremst fólgin í því að ekki skuli hafa verið samþykkt að leggja í hin margvíslegustu útgjöld til einstakra málaflokka. Ég get ekki lesið annað út úr þessu nál. en það að stjórnarandstaðan sé að gagnrýna að ekki skuli hafa verið fallist á tiltekin útgjöld sem eru rækilega tíunduð í nál. Einstakir þingmenn hafa nú þegar sýnt það að þeir hafa áhuga á einstökum verkum, sem er ekkert óeðlilegt, og lagt fram tillögur nú þegar til hækkunar á frv. Á sama tíma er fjárlagahalli gagnrýndur.