Fjárlög 1993

79. fundur
Föstudaginn 11. desember 1992, kl. 11:34:07 (3350)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Í fjarlagafrv. kemur fram á bls. 288 að hækkun rekstrarútgjalda til framhaldsskóla skýrist fyrst og fremst af fjölgun nemenda og enn fremur að á móti hækkun rekstrargjalda er gert ráð fyrir nokkurri hækkun sértekna af efnis- og innritunargjöldum. Samkvæmt fjárlagafrv. er því ótvírætt verið að innheimta tekjur, sértekjur af nemendum upp í rekstrargjöld. Ég segi því já.