Fjárlög 1993

79. fundur
Föstudaginn 11. desember 1992, kl. 12:29:18 (3366)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en greidd verða atkvæði um 54. og 55. tölul. á þskj. 437 frá fjárln. hefur forseti verið beðinn að geta þess að áður, í síðustu atkvæðagreiðslu, var samþykkt hækkun á fjárveitingu til aðalskrifstofu umhvrn. um 2 millj. kr. Í 54. tölul. á þskj. 437 er um aðra og sjálfstæða hækkunartillögu að ræða, um 1 millj. kr., og því ber að líta á hana sem viðaukatillögu þannig að heildarfjárveiting til aðalskrifstofu umhvrn. verði, ef þessi brtt. verður samþykkt, 53,1 millj. kr.