Umræða um Evrópskt efnahagssvæði

80. fundur
Laugardaginn 12. desember 1992, kl. 13:17:04 (3403)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Mér þykir það mjög miður að hv. 8. þm. Reykv. hefur hlaupið á sig með yfirlýsingu um að samið hafi verið um þessa dagskrá. Það er upplýst að svo er ekki. Jafnframt var upplýst að því yrði mótmælt ef dagskráin yrði á þennan veg. ( GHH: Málið er tekið fyrir.) Þess vegna blasir það við að tilgangurinn með því að setja þetta dagskrá hefur fyrst og fremst verið sá að kalla eftir mótmælum. Þá fer ég að skilja hvers vegna dagskráin er á þennan veg.