Umræða um Evrópskt efnahagssvæði

80. fundur
Laugardaginn 12. desember 1992, kl. 13:17:59 (3404)


     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Þar sem þingflokksformaður okkar er fjarverandi í dag vegna veikinda vil ég taka fram að það hefur ekki verið samið um að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði væri á dagskrá í dag en hins vegar verið um það rætt að atkvæðagreiðsla færi fram og síðan yrði gert hlé. Það er í umræðunni hvort það verði ótakmörkuð umræða um þá yfirlýsingu sem utanrrh. mun gefa hér á eftir. Annað er ekki enn í samningum á milli þingflokksformanna. Ég mundi því telja rétt að menn gengju til þessarar atkvæðagreiðslu og svo kæmi framhaldið í ljós í því þriggja kortera hléi sem er fyrirhugað.