Umræða um Evrópskt efnahagssvæði

80. fundur
Laugardaginn 12. desember 1992, kl. 13:19:00 (3405)

     Össur Skarphéðinsson :
    Virðulegi forseti. Ég held að rétt sé að menn stilli ræðuhöldum sínum í hóf núna. Ég vil einungis staðfesta þann skilning sem hv. þm. Geir H. Haarde færði hér fram. Á fundi þingflokksformanna í gær kom fram ósk um yfirlýsingu frá utanrrh. og síðan kom það alveg skýrt fram að forseti hugðist setja á dagskrá 2. umr. um EES. Það kom alveg skýrt fram.
    Það kom líka fram að sennilega yrði því mótmælt. En ég skildi það svo að þingflokksformenn gerðu sér allir grein fyrir því að þetta yrði á dagskrá. Þetta tel ég rétt að komi fram.