Umræður um dagskrármál

81. fundur
Laugardaginn 12. desember 1992, kl. 17:04:37 (3424)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ég ætla ekki að hafa athugasemdir við það hvort forseti lætur mæla fyrir einstökum málum og stöðvar svo umræðu eða hvort að hæstv. forseti vill ganga hreint að einhverju máli. Þó er hagstætt ef mælt verður fyrir málunum að þau verði ekki tekin aftur á dagskrá fyrr en við fáum aðgang að ræðum þeirra sem tala fyrir nefndarálitinu því það er hætt við að sumt af því verði úr minni horfið þegar kemur að þeirri umræðu.
    Það sem ég ætlaði fyrst og fremst að fá upplýsingar um er það hversu lengi hyggst hæstv. forseti halda áfram störfum í dag því að það hafa verið mjög misvísandi upplýsingar þar um. ( Forseti: Forseti hugðist hætta störfum í síðasta lagi um sexleytið og ekki yrði farið fram yfir þann tíma.)