Evrópskt efnahagssvæði

82. fundur
Mánudaginn 14. desember 1992, kl. 14:40:57 (3460)

     Jón Kristjánsson (um þingsköp) :
    Frú forseti. Það er greinilegt að stjórnarliðið ætlar að ganga til þessa leiks með bundið fyrir augun. Það hefur komið fram í umræðunni að ekki hefur verið haldinn samráðsfundur með þingflokksformönnum í dag. Ég verð þá leiðréttur ef svo er. Það er alveg með ólíkindum að heitasta mál í þinginu skuli vera tekið fyrir í fullkomnu ósamkomulagi og að menn skuli ímynda sér að hægt sé að keyra þetta mál áfram með því að stjórnarliðið leggi undir sig hausinn og þegi og ætli málinu að fara í gegn svoleiðis. Ég spyr hæstv. forseta hvort það sé virkilega ekki ætlunin að reyna til þrautar að ná einhverri niðurstöðu um framkvæmd mála í þinginu.