Evrópskt efnahagssvæði

82. fundur
Þriðjudaginn 15. desember 1992, kl. 01:39:03 (3528)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Vegna orða hv. þm. getur forseti lýst því yfir að honum þykir það mjög miður að ekki hefur tekist að ná samkomulagi um hvernig standa skuli að þessum fundi nú. Það liggur ljóst fyrir að ekki var hægt að komast að samkomulagi. Það var ekki hægt að hefja utandagskrárumræðuna klukkan hálffjögur í dag vegna þess að í einn og hálfan klukkutíma fóru hér fram þingskapaumræður eins og öllum þingmönnum er kunnugt um. Forseta þykir mjög miður hvernig fundartíminn í dag hefur farið í annað en hann var ætlaður. En forseti ræður ekki við það umfram það sem raun ber vitni og lýsir því enn yfir að henni þykir miður að málin hafa þróast í þá veru sem orðið er. Ef koma á málum áfram er ekki um annað að ræða en reyna að nýta tímann og hann hefur farið fyrir heldur lítið hjá okkur öllum, því miður.