Evrópskt efnahagssvæði

83. fundur
Þriðjudaginn 15. desember 1992, kl. 23:19:00 (3591)


     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er rétt að við vorum mjög sammála um EES-málið og ég veit að innst inni erum við það enn. Það er aðeins ein ástæða til þess arna. Það er ekki bílaiðnaður á Íslandi, það er mikið rétt. Samt sem áður er hér stundaður iðnaður sem er yfirbyggingar yfir bíla. Ég var sjálfur þeirrar skoðunar að það væri of gert í kröfugerð að ætlast til þess að þetta væri allt saman þýtt. Ég taldi að við gætum sparað okkur þau útgjöld en mig minnir sterklega að þveröfugum sjónarmiðum hafi verið haldið fram af ýmsum talsmönnum stjórnarandstöðunnar.