Skattamál

86. fundur
Föstudaginn 18. desember 1992, kl. 21:35:49 (3830)

     Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég býst við því að ég sé ekki sá þingmaður sem mest eyðir tíma þingsins í þingsölum svo ég hef engar áhyggjur af því þó ég hafi komið hér upp --- það var nefnt að ég væri að eyða tíma þingsins með að koma upp. Þetta voru tvær mínútur. Ég kom upp vegna þeirra orða að því miður væri formaður efh.- og viðskn. ekki hér og þingmaðurinn óskaði að tala við hann um þessar aðgerðir. Það mátti skilja þær á annan hátt og þingmaðurinn hefur upplýst það. Ég held að það sé mjög mikilvægt að það hafi verið upplýst einmitt vegna þeirrar góðu vinnu sem hefur farið fram í nefndinni.