Skattamál

86. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 02:36:36 (3875)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir að hafa staðið upp og haldið heiðarlega ræðu án nokkurrar sýndarmennsku um alvöru þessa máls sem hér er verið að ræða. Hins vegar vil ég bæta því einu við að því hefur oft verið haldið fram af fulltrúum Sjálfstfl. að ef skattheimta fari yfir visst stig, þá auki hún mjög á þá áráttu manna að stela undan. Það er alvaran stóra. Ég held að sá maður sem ekki fær að halda eftir nema 25% af kaupinu sínu í sínu launaumslagi muni e.t.v. freistast til þess að koma sér undan því að greiða skatta.