Skattamál

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 13:06:31 (3892)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Það er að mínu viti ákaflega brýnt að með löggjöf sé stuðlað að því að fólk safni fé til þess að kaupa húsnæði síðar á æviskeiðinu. Að gera það samhliða að afnema skyldusparnað og allan skattalegan hvata til húsnæðissparnaðar tel ég vera ákaflega ranga aðgerð sem stuðli fremur að því að fólk eigi ekki nauðsynlegt fé þegar að því kemur að kaupa húsnæði og ég segi því nei við þessum greinum frv.