Skattamál

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 13:55:19 (3914)

     Halldór Ásgrímsson :
    Virðulegur forseti. Ég vil vekja athygli hæstv. fjmrh. á því að 24,5% virðisaukaskattur hefur ekki tekið gildi og þótt hæstv. fjmrh. sé mjög duglegur við það hér á Alþingi að halda því fram að hann sé annaðhvort ekki að hækka skatta eða jafnvel að lækka skatta, eins og ég skildi hann nú, þá tel ég að með þessari atkvæðagreiðslu sé verið að staðfesta 14% skatt á þessar atvinnugreinar og þar með að leggja 14% skatt á þessar atvinnugreinar. Því segi ég nei.