Skattamál

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 14:22:16 (3924)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegur forseti. Með þessari grein er viðleitni til að jafna út áhrif af álagningu virðisaukaskattsins og því munum við stjórnarandstæðingar ekki leggjast gegn þessari tillögu. Á hinn bóginn er jöfnunin afar ófullnægjandi eins og sjá má af yfirlitstöflu sem útbúin hefur verið sem leiðir m.a. í ljós að jöfnunin er þannig að t.d. á Seltjarnarnesi greiða menn 3.850 í virðisaukaskatt en á Austfjörðum og Vestfjörðum 4.460 kr.
    Vegna þessarar ófullnægjandi jöfnunar getum við ekki stutt þessa grein heldur og munum því sitja hjá.