Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 15:38:07 (3984)

     Ragnar Arnalds :
    Virðulegi forseti. Samkvæmt búvörusamningi sem gerður var í marsmánuði 1991 var ráð fyrir því gert að lagðar yrðu fram 100 millj. kr. til Byggðastofnunar til að auka atvinnu í sveitum vegna þess samdráttar sem fyrirsjáanlegur var vegna búvörusamnings. Það er líka alveg fullljóst fyrir alla þá sem skoða fjárlagatölur Byggðastofnunar að þar hefur verið dregið úr en ekki bætt við. Það er því verið að svíkja það sem lofað var við gerð búvörusamnings nema þetta framlag sé samþykkt. Þess vegna segi ég já.