Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 16:54:30 (4015)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Það liggur fyrir að það eru tveir aðilar reiðubúnir til þess að taka við rekstri Kristnesspítala og reka þá stofnun með sambærilegum fjárveitingum og í dag er greitt fyrir rekstur dýrustu endurhæfingarstofnana og dýrustu hjúkrunarstofnananna á Íslandi á hvert rúm. Þessir tveir aðilar eru stjórnarnefnd Ríkisspítala og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Að minni ákvörðun hefur verið rætt við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og stjórnendur þess um samninga í þessu efni. Uppkast að þeim samningi liggur nú fyrir og verður undirskrifaður á næstu sólarhringum þar sem fram kemur að stjórnendur FSA eru reiðubúnir að taka við rekstri Kristnesspítala fyrir þær fjárhæðir sem ráð er fyrir gert. Þessi tillaga er því þarflaus og ótímabær og ég segi nei.