Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 17:41:48 (4038)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég vil taka fram að hér er verið að framfylgja stefnu sem mótuð var fyrir þremur árum. Sú stefna fólst í því að hætt var af hálfu heimamanna við fyrirhugaðar miklar hafnarframkvæmdir á Blönduósi. Þess í stað var óskað eftir því að Alþingi veitti fjárveitingu til þess að byggja brimvarnargarð til þess að verja þau mannvirki sem fyrir eru og lágu undir skemmdum, þ.e. þau hafnarmannvirki á Blönduósi sem þegar eru risin. Það er ekki verið að hverfa frá þeirri stefnu hér, það er ekki verið að leggja út í byggingu þeirrar stóru hafnar sem heimamenn á Blönduósi höfðu áform uppi um fyrir nokkrum árum síðan, heldur aðeins verið að verja þau hafnarmannvirki sem fyrir eru á staðnum. Þess vegna segi ég já.