Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 18:06:13 (4050)

     Ólafur Ragnar Grímsson :
    Virðulegi forseti. Með þessari tillögu er verið að fara fram á það að þingflokkar sitji við sama borð hvað snertir kaup aðalstofnana stjórnkerfisins, ráðuneyta og annarra aðalstofnana á málgögnum flokka og dagblaða. Það hefur verið ákveðin jafnréttishugsjón í gangi varðandi þetta atriði að þingflokkum væri ekki mismunað og þeim blöðum sem flytja meginmálflutning þingflokkanna hér á Alþingi. Það er ekki verið að fara fram á það að einstakafjöldinn sé aukinn. Það er ósk okkar og von að menn sýni sanngirni í þessum efnum og fari ekki að beita skiptingu stjórnar og stjórnarandstöðu varðandi mál af þessu tagi. Ég segi því já.