Afstaða Spánar til EES-samningsins

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 18:37:02 (4062)

     Ólafur Ragnar Grímsson :
    Virðulegi forseti. Ég skal hafa þetta bara fáeinar setningar. Vegna orða hæstv. utanrrh. er auðvitað nauðsynlegt að það komi fram að það sem hefur gerst er að ráðherraráð Evrópubandalagsins veitti framkvæmdastjórninni ekki umboð til áframhaldandi samninga. Með öðrum orðum: Ráðherraráð Evrópubandalagsins féllst ekki á að gera það sem utanrrh. er búinn að biðja Alþingi um að gera hér, að veita honum umboð til þess að halda áfram með málið. Þess vegna liggur það ljóst fyrir, virðulegi forseti, að sá mikli þrýstingur sem hér hefur verið á að afgreiða málið á næstu dögum vegna þessa samningsumboðs fyrir utanrrh. liggur bara alls ekki fyrir þegar hinn meginaðilinn, Evrópubandalagið, ætlar að fresta sinni ákvörðun þangað til í febrúar.