Ferill 77. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 77 . mál.


318. Breytingartillögur



við frv. til l. um gagnkvæma viðurkenningu á menntun ríkisborgara í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og á Norðurlöndum til starfsréttinda á Íslandi.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SAÞ, BBj, TIO, RG, VS).


    Við 1. gr.
         
    
    Í stað orðsins „jafnsetta“ í fyrri og síðari málsgrein komi: jafngilda.
         
    
    Í stað orðsins „tilskipanir“ í fyrri málsgrein komi: tilskipun 89/48EBE.
         
    
    Í stað orðanna „menntunar er veitir starfsréttindi“ í fyrri og síðari málsgrein komi: starfsmenntunar.
    Við 2. gr. Í stað orðanna „þeirra tilskipana“ komi: þeirrar tilskipunar.
    Við 4. gr. Í stað orðsins „tilskipunum“ í fyrri málsgrein komi: tilskipun þeirri.
    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  Menntamálaráðuneytið skal sjá um og samræma framkvæmd þeirrar tilskipunar og samninga sem falla undir 1. gr. Nánari ákvæði um þá framkvæmd skulu sett í reglugerð.
    Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frv. til l. um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum.