Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 362, 116. löggjafarþing 41. mál: friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana.
Lög nr. 98 9. desember 1992.

Lög um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana.


1. gr.

     Alþjóðastofnanir skulu njóta þeirrar friðhelgi og þeirra forréttinda hér á landi sem kveðið er á um í alþjóðasamningum sem öðlast hafa stjórnskipulegt gildi að því er Ísland varðar.
     Eftirtaldir skulu einnig njóta friðhelgi og forréttinda samkvæmt samningum þessum hér á landi:
  1. starfslið alþjóðastofnana,
  2. þeir sem koma fram eða starfa á vegum alþjóðastofnana,
  3. fulltrúar, sendimenn og erindrekar aðila að alþjóðastofnunum,
  4. þeir sem taka þátt í rekstri mála fyrir alþjóðastofnunum og
  5. fjölskyldur þeirra sem getið er í 1.–4. tölul.


2. gr.

     Utanríkisráðherra setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. nóvember 1992.