Ferill 245. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 245 . mál.


373. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um stjórnarnefndir vinnumiðlunar.

    Í hvaða sveitarfélögum, fjölmennari en 500 manns, hefur verið skipuð stjórnarnefnd vinnumiðlunar samkvæmt ákvæðum laga nr. 18/1985 og hvenær var það gert?
    Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir hendi eru hafa 56 sveitarfélög af 73, sem mánaðarlega senda vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins upplýsingar um skráð atvinnuleysi, ýmist skipað sérstakar stjórnir vinnumiðlunar eða falið öðrum aðilum verkefni, þ.e. atvinnumálanefndum eða félagsmálaráði.

    Í hvaða sveitarfélögum, fjölmennari en 500 manns, hefur ekki verið skipuð stjórnarnefnd vinnumiðlunar?
    Ekki kunnugt um nein sveitarfélög í hópi framangreindra 73. sveitarfélaga, sbr. svar við 1. spurningu.

    Hvernig hefur eftirliti ráðuneytisins verið háttað með framkvæmd laganna?
    Að því er varðar stjórnir vinnumiðlunar er öllum sveitarfélögum skrifað að afstöðnum almennum sveitarstjórnarkosningum og vakin athygli þeirra á ákvæðum 9. gr. laga nr. 18/1985. Þetta var síðast gert með bréfi dags. 14. nóvember 1990. Hefur síðan verið ítrekað með auglýsingu í Sveitarstjórnarmálum.

    Eftirfarandi er yfirlit yfir þau 56 sveitarfélög sem um getur í svari við 1. spurningu:

Tilhögun á stjórn vinnumiðlunar 1992.


Höfuðborgarsvæðið:
Reykjavíkurborg     
Atvinnumálanefnd

Kópavogur     
Félagsmálaráð

Seltjarnarnes     
Félagsmálaráð

Garðabær     
Félagsmálaráð

Hafnarfjörður     
Stjórnarnefnd vinnumiðlunar

Mosfellsbær     
Atvinnumálanefnd

Bessastaðahreppur     
Hreppsnefnd

Kjalarneshreppur     
Oddviti

Kjósarhreppur     
Oddviti

   Á höfuðborgarsvæðinu er starfandi sameiginleg atvinnumálanefnd.

Suðurnes:
Keflavík     
Félagsmálaráð

Grindavík     
Atvinnumálanefnd

Njarðvík     
Stjórnarnefnd vinnumiðlunar

Sandgerði     
Félagsmálaráð

Gerðahreppur     
Vinnumiðlunarnefnd

Vatnsleysustrandarhreppur     
Stjórn vinnumiðlunar

   Sameiginleg atvinnumálanefnd er fyrir svæðið.

Vestfirðir:
Ísafjörður     
Félagsmálaráð

Bolungarvík     
Stjórn vinnumiðlunar

Patreksfjörður     
Félagsmálaráð

Bíldudalur     
Atvinnumálanefnd

Suðureyri     
Atvinnumálanefnd


Norðurland vestra:
Siglufjörður     
Atvinnumálanefnd

Sauðárkrókur     
Félagsmálaráð

Hvammstangi     
Stjórn vinnumiðlunar

Blönduós     
Stjórn vinnumiðlunar

Skagaströnd     
Atvinnumálanefnd


Norðurland eystra:
Akureyri     
Vinnumiðlunarnefnd

Húsavík     
Bæjarráð/Verkalýðsfélag

Ólafsfjörður     
Stjórn vinnumiðlunar

Dalvík          
Stjórn vinnumiðlunar

Raufarhöfn     
Atvinnumálanefnd

Þórshöfn     
Atvinnumálanefnd


Austurland:
Seyðisfjörður     
Atvinnumálanefnd

Neskaupstaður     
Stjórn vinnumiðlunar

Vopnafjörður     
Atvinnumálanefnd

Egilsstaðir     
Atvinnumálanefnd

Reyðarfjörður     
Atvinnumálanefnd

Fáskrúðsfjörður     
Atvinnumálanefnd

Stöðvarfjörður     
Atvinnumálanefnd

Breiðdalsvík     
Atvinnumálanefnd

Djúpivogur     
Atvinnumálanefnd

Höfn Hornarfirði     
Atvinnumálanefnd


Suðurland:
Vestmannaeyjar     
Vinnumiðlunarnefnd

Selfoss          
Félagsmálaráð

Hvolsvöllur     
Atvinnumálanefnd

Hella               
Atvinnumálanefnd

Stokkseyri     
Stjórn vinnumiðlunar

Eyrarbakki     
Stjórn vinnumiðlunar

Hveragerði     
Atvinnumálanefnd

Þorlákshöfn     
Atvinnumálanefnd


Vesturland:
Akranes     
Framkvæmdanefnd atvinnumála

Ólafsvík     
Stjórn vinnumiðlunar

Borgarnes     
Atvinnumálanefnd

Hellissandur/Rif     
Atvinnumálanefnd

Grundarfjörður     
Atvinnumálanefnd

Stykkishólmur     
Stjórn vinnumiðlunar

Dalasýsla     
Atvinnumálanefnd



    Þær sveitarstjórnir, sem falið hafa félagsmálaráðum að fara með vinnumiðlun, byggja það á 2. mgr. 6. gr. laga nr. 18/1985, um vinnumiðlun, og 55. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga.
    Ýmis sveitarfélög, sem falið hafa atvinnumálanefndum að fara með stjórn vinnumiðlunar, hafa þann hátt á að til viðbótar þeim fulltrúum sem sveitarstjórn kýs í atvinnumálanefndina er stéttarfélagi og atvinnurekendum á staðnum gefin kostur á að tilnefna fulltrúa í nefndina. Þetta er þó ekki algild regla, en þá er kosningu jafnan hagað svo að launþegar og atvinnurekendur eigi sæti í hinni kjörnu nefnd.
    Þessi framkvæmd, þ.e. að fela atvinnumálanefndum að fara með stjórn vinnumiðlunar, verður að teljast næsta eðlileg þar sem verkefni hvorrar nefndar um sig skarast verulega. Með bréfi ráðuneytisins dags. 2. apríl 1986 var mælt með umræddri tilhögun í samráði við þáverandi ráðgjafarnefnd.
Neðanmálsgrein: 1
Samkvæmt upplýsingum sveitarstjórna og Sambands íslenskra sveitarfélaga.