Ferill 12. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 12 . mál.


392. Breytingartillögur



við frv. til l. um verðbréfasjóði.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Við 3. gr. Í stað orðanna „skylt og einum heimilt“ í 2. mgr. komi: einum heimilt og rétt eftir því sem við verður komið.
    Við 14. gr. Við 1. málsl. bætist: eða lögbærra yfirvalda í hlutaðeigandi ríki.
    Við 16. gr. Síðari málsgrein falli brott.
    Við 17. gr. 1. málsl. fyrri málsgreinar orðist svo: Í hlutdeildarskírteini skal m.a. getið eftirtalinna atriða:.
    Við 20. gr. Í stað orðanna „hefur hlotið viðurkenningu lögbærra yfirvalda í hlutaðeigandi ríki“ í 1. tölul. 1. mgr. komi: viðurkenndur með þeim hætti sem bankaeftirlitið metur gildan.
    Við 23. gr. Við 1. mgr. bætist: Þó er bankaeftirlitinu heimilt að setja reglur þar sem kveðið er á um rýmri mörk, enda sé óheimilt að setja hlutdeildarskírteini í hlutaðeigandi sjóði á markað utan Íslands.
    Við 25. gr.
         
    
    Á eftir orðinu „hámarki“ í fyrri málslið komi: jafnan.
         
    
    Síðari málsliður orðist svo: Bankaeftirlitið getur þó í einstökum tilvikum mælt fyrir um lengri frest enda sé það augljóslega í þágu eigenda hlutdeildarskírteina.
    Við 28. gr. Greinin orðist svo:
                  Um viðskipti eigenda, stjórnenda og starfsmanna verðbréfasjóðs, vörslufyrirtækis og rekstrarfélags svo og maka þeirra skal gæta eftirtalinna atriða:
              1.    Að viðskiptin séu sérstaklega skráð.
              2.    Að stjórnir fyrirtækjanna fái kerfisbundnar upplýsingar um viðskiptin og staðfesti þau.
                  Fyrirtækin skulu setja sér verklagsreglur um viðskipti skv. 1. mgr. og skulu þær staðfestar af bankaeftirlitinu.
    Við 31. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Leiði endurskoðun í ljós verulega ágalla á rekstri verðbréfasjóðs varðandi framkvæmd rekstrarins, greiðslutryggingar eða önnur atriði sem veikt geta fjárhagsstöðu sjóðsins skal endurskoðandi gera stjórn sjóðsins viðvart, svo og bankaeftirlitinu, hafi hann ástæðu til að ætla að stjórnendur sjóðsins hafi ekki rækt upplýsingaskyldu sína í þessu sambandi.
    Við 40. gr. Greinin falli brott.
    Við 43. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1993.